Framboðsfundir í Norðurþingi

Kosningar 2018
Kosningar 2018
Framboðsfundir í Norðurþingi
Laugardaginn 19. maí 2018 verða framboðsfundir í Kelduhverfi, á Kópaskeri
og Raufarhöfn vegna sveitarstjórnarkosninga 2018.
Fulltrúar frá öllum framboðunum fimm sem bjóða fram í Norðurþingi munu
mæta. Listarnir sem um ræðir eru
Listi Framsóknar og félagshyggjufólks,
Sjálfstæðisflokkurinn,
Listi samfélagsins,
Samfylkingin og annað félagshyggjufólk og
Vinstri græn og óháðir.
Fundirnir verða sem hér segir:
Skúlagarður í Kelduhverfi kl. 10:00 – 12:00
Skerjakolla á Kópaskeri kl. 13:00 – 15:00
Hnitbjörg á Raufarhöfn kl. 16:00 – 18:00
Allir eru velkomnir.
Hverfisráð Kelduhverfis, Öxarfjarðar og Raufarhafnar