Fuglaskoðunarferð við Raufarhöfn laugardaginn 24. maí
19.05.2014
Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir fuglaskoðunarferð við Raufarhöfn laugardaginn 24. maí nk. Mæting er við
heimskautsgerðið kl. 11:00.
Við Höskuldarnes rétt norðan við Raufarhöfn eru einstakar aðstæður til fuglaskoðunar og óvíða hægt að sjá fleiri
fuglategundir á einum stað.
Leiðsögumaður verður Aðalsteinn Örn Snæbjörnsson líffræðingur. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér
sjónauka.
Með góðri kveðju,
Halldóra Gunnarsdóttir
form. Ff Norðurslóðar