Fara í efni

Gagnlegt námskeið á Raufarhöfn

Gagnlegt námskeið á Raufarhöfn

 

Ferðaþjónustusamtökin Norðurhjari héldu námskeið í vikunni um heimasíður, samfélagsmiðla og kynningarmál á netinu fyrir félagsmenn sína og aðra sem tengjast ferðamálum á svæði Norðurhjara. Námskeiðið var haldið á Hótel Norðurljósum og sátu það ellefu manns frá ýmsum ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Leiðbeinandi var Halldór Óli Kjartansson frá Markaðsstofu Norðurlands, en hann er hreinn galdramaður þegar kemur að notkun netmiðla í kynningarstarfi.

Námskeiðið var haldið með stuðningi frá þróunarsjóði Landsbankans og atvinnuvegaráðuneytis, en Norðurhjari hefur unnið með sjóðnum ýmis verkefni undanfarin misseri.

Þátttakendur töldu námskeiðið hið gagnlegasta og má væntanlega sjá öflugri notkun samfélagsmiðla og betri heimasíður ferðaþjónustufyrirtækja á næstu vikum og mánuðum.