Gönguskíðaferð á Hólaheiði

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguskíðaferðar á Hólaheiði laugardaginn 16. apríl. Lagt verður af stað kl. 13:00 frá afleggjaranum að gangnamannaskála Núpsveitunga (Kötluvíðra-hótelinu) um 4 km vestan við gatnamótin til Raufarhafnar. Gengið að Ytri-Kerlingu og til baka um 5 km hvora leið.

Ferðafélagið vonast eftir góðri þátttöku og góðum útivistardegi :)

Áætlun Ferðafélagsins fyrir árið 2016 má finna hér.