Fara í efni

Grásleppunefnd LS vill að lágmarksverð fyrir óskorna grásleppu verði 252 krónur á kílóið

Grásleppunefnd LS vill að lágmarksverð fyrir óskorna grásleppu verði 252 krónur á kílóið

Grásleppunefnd Landssambands smábátaeigenda leggur til að lágmarksverð á grásleppuvertíðinni 2015 verði 252 krónur á kílóið fyrir óskorna grásleppu, að því er fram kemur í frétt frá nefndinni sem sjá má á vef : http://www.sax.is/?gluggi=frett&id=53544

Grásleppunefnd LS vekur athygli á að sjómenn hafa búið við óviðunandi verð á undanförnum tveimur vertíðum. Það hafi m.a. leitt til þess að heildarframboð grásleppuhrogna minnkaði verulega. „Aðstæður á mörkuðum nú eru grásleppukörlum hagstæðar, engin óseld hrogn, birgðastaða minni en í meðalári og nettur skortur á hrognum. Nefndin telur hóflega nálgun að því sem greitt var á vertíðunum 2010-2012 auka jafnvægi í þeirri stöðu sem nú ríkir á mörkuðum. Lágmarksverðið sem lagt er til er um fjórðungi lægra en meðalverð áðurnefndra vertíða,“ segir í frétt grásleppunefndarinnar.

Grásleppukarlar eru í lokin hvattir til að taka mið af ákvörðun nefndarinnar við sölu aflans.

 

Fengið af vef: http://www.fiskifrettir.is/frettir/115285/