Fara í efni

GRUNNSKÓLI RAUFARHAFNAR AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI

 

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með 12 nemendur þar sem Uppbyggingarstefnan er höfð að leiðarljósi.

Skólinn nýtur mikils stuðnings  frá samfélaginu og leggjum við áherlsu á samvinnu sem og  jákvæðni.

Við auglýsum eftir matráð í 55% stöðu. Í starfinu felst  umsjón með  morgunmat og hádegismat 4 daga vikunnar ásamt  skúringum  á eldhússvæði.

Við leitum að pólsku- og íslenskumælandi stuðningsfulltrúa til að aðstoða nýjan nemanda í námi. Um hlutastarf er að ræða.

Einnig leitum við að leikskólakennara í fullt starf. Viðkomandi þarf að vera barngóður, sveigjanlegur og íslenskumælandi. 

Upplýsingar veitir Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri í síma 694-9063 og frida@raufarhofn.is

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014 

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.