Fara í efni

Hamingjan í lífi og starfi- Þekkingarnet Þingeyinga

Ég verð aðeins grennri, ég finn rétta makann, ég skil við makann, ég finn aðra og betri vinnu, ég fæ kauphækkun ég vinn í lottóinu, líf mitt er bara einhvern veginn allt öðruvísi en það er í dag!!!
Erum við að keppast við að leita að hamingjunni þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Getum við aukið hamingju okkar og hvað er það sem einkennir hamingjusamt fólk í lífi og starfi? Það skiptir máli að vera ánægður hér og nú, á sama tíma og það er mikilvægt að takast á við tímabærar breytingar til að þroskast áfram og verða betri en ekki bitur.

Fjallað er um ferlið sem við förum í gegnum þegar við tökumst á við breytingar og mikilvægi þess að stíga út fyrir þægindahringinn.
Á námskeiðinu skoða þátttakendur sjálfa sig, hvar þeir eru staddir varðandi hamingju í lífi og starfi og hvernig má auka líkur á að okkur takist að koma á þeim breytingum sem við sækjumst eftir í lífinu.

Fyrirlesari: Anna Lóa Ólafsdóttir
Staður: Þekkingarnet Þingeyinga.
Tími: 16. mars kl. 18:00 - 20:00.
Verð: 5000 kr.

Skráning fer fram hér.