Fara í efni

Hnitbjörg 50 ára afmæli - endurbætur á félagsheimilinu

Eins og flestir vita má félagsheimilið okkar við smá upplyftingu innanhúss og farið var að vinna í því að taka saman það sem hefur komið fram síðastliðin ár sem betur má fara. 

Fyrst var listað niður það sem þarf viðhald, þess næst var haldin íbúafundur og þar var því forgangsraðað. Stefnan er svo að vinna þann lista í þeirri röð. Norðurþing mun taka salernin í gegn svo að fyrsti liður er fjármagnaður. Þorrablótssjóður mun leggja talsvert í þetta þar sem hann er orðinn digur en alltaf þarf að skilja þar eftir pening fyrir ár þar sem verr árar. Svo kemur inn peningur í gegnum verkefnið Síðustu kvöldmáltíðina og fleiri leiðir er verið að skoða. 

Þar á meðal var ákveðið að búa til fjáröflunarreikning fyrir fyrirtæki og einstaklinga og öll framlög eru vel þegin. Reikningsnúmerið er þetta, nr 179-05-406562 kt 6201692349

Hér má svo sjá áætlunina og forgangsröðunina, rautt er það sem þarf að gerast, gult eitthvað sem væri mjög gott og grænt óskir.. byrjað er á því rauða og farið niður listann og svo koll af kolli eftir því sem safnast af fé. 
https://www.dropbox.com/s/gbvkv5nweq3wrt2/Afm%C3%A6lish%C3%A1t%C3%AD%C3%B0_%C3%A1%C3%A6tlun.xlsx?dl=0 

Þarna er líka flipi sem heitir fjármögnun og þar er sett inn það sem getur mögulega fjármagnað þetta.