Fara í efni

Hrúta-og menningardagar 2014 dagskrá..

Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn

Laugardagur 27. sept.

Spurningakeppni fyrirtækjanna á Raufarhöfn í félagsheimilinu

Hnitbjörgum kl. 21. Hver verður gáfnaljósið á Raufarhöfn? Allflest fyrirtæki hafa þegar skráð sig þannig að hér verður spennandi keppni.

Allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með og styðja sitt lið.

 

Sunnudagur 28. sept.

Ganga hjá Ferðafélaginu Norðurslóð kl. 13, mæting við Raufarhafnarkirkjuna. Gengið verður góður hringur um höfðan, gatklettar skoðaðir og fræðst um ýmislegt markvert sem fyrir augum ber.

 

Léttmessa í Raufarhafnarkirkju kl. 15.

 

Glæsilegt kaffihlaðborð Kvenfélagsins Freyju verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 16.  Verð: 1500 fyrir fullorðna / 500 kr fyrir 12 ára og yngri. Athugið að ekki er posi á staðinum.

 

Heilsutríóið frá Húsavík verður með tónleika í Raufarhafnarkirkju kl. 20

Léttband með skemmtilega tónlist. Aðgangur ókeypis

 

Mánudagur 29. sept.

Fjölskyldu pub-quiz kl. 18:00. Léttar og skemmtilegar spurningar við allra hæfi. 2-5 saman í liði.

 

Þriðjudagur 30. sept.

Foreldrafélagið Velvakandi stendur fyrir tveimur bíósýningum í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Í hlénu verður hægt að kaupa sér popp og annað góðgæti.

 Kl. 17:00 verður sýnd myndin Jónsi og Riddarareglan fyrir börnin.

 Kl. 20:00 verður sýnd myndin Gamlinginn sem stökk út um gluggann. Aðgangur ókeypis.

 

Miðvikudagur  1. okt.

Félagsvist verður spiluð kl. 19:00 í félagsheimilinu Hnitbjörgum.

 

Fimmtudagur 2. okt.

Skrínukostur hefst kl. 18:30 og verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum.  Allir koma með eitthvað á hlaðborð og því er gaman að menn eru með innihaldslýsingar með sínum mat. Boðið verður uppá drykki með matnum og ekki er þörf að hafa borðbúnað með sér.

Horft verður á myndklippur frá gömlum þorrablótum. Mönnum er velkomið að koma með skemmtiatriði.

 

Föstudagur  3. okt.

Pókerkvöld í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 21:00, 18 ára og eldri.

 

Laugardagur – Hrútadagurinn 4. okt.

Opið hús í Hreiðrinu, kynning á Rannsóknarstöðinni Rifi kl.12:00-14:00

Hrútadagsdagskrá í Faxahöll hefst kl. 15.00 og lýkur um 19:00.

Meðal gesta verða Guðni Ágústsson, ásamt Hrútavinafélaginu Örvari. Kótilettufélagið mætir á svæðið.

Ómskoðun og stigun á lambhrútum sýnd gestum og gangandi.

Sala á hrútum sem gæti endað með uppboði.

Sölubásar, kjötsúpa, hrútahlaup, skemmtiatriði og margt fleira.

Kvöldverður á Norðurljósum kl. 17.00-21.00

A.T.H. Borðapantanir í síma: 465-1233.

Í félagsheimilinu Hnitbjörgum verður

Hagyrðingakvöld kl. 21:00

Ball með Dansbandinu frá Akureyri kl. 23:00-03:00

Aðgangseyrir á bæði hagyrðingakvöld og ball er 4500 kr.

Aldurstakmark 16 ára