Ljósfang opnar- sumarið er komið!

Kaffi Ljósfang hefur verið starfrækt í fjölda ára á sumrin og þar er ætið huggulegt að setjast niður, fá sér góðan kaffibolla og jafnvel kökusneið með. Líkt og fyrri ár er gallerý starfrækt í Ljósfangi og fólk er hvatt til að koma við og skoða munina. Einnig ef þið eruð að vinna að munum eða minjagripum að tala við okkur og sjá hvort ekki sé staður fyrir það í galleríinu. 

Gott úrval í mat, kökum og kaffi, endilega kíkið á okkur!