Fara í efni

Ljósleiðari til Raufarhafnar

Nú er framkvæmdum lokið varðandi ljósleiðara og stefnt er á að 1. febrúar geti íbúar farið að nýta sér það sem í boði verður. Það verður ljósnet samkvæmt upplýsingum og í gegnum slíka tengingu á að ná þeirri þjónustu sem hefur vantað líkt og gagnvirkt sjónvarp og meira gagnamagn yfir höfuð. 

Verið er að afla frekari upplýsinga um tæknilegar upplýsingar en þær koma vonandi inn á næstu dögum. Einnig hvaða þjónustuaðilar verða í boði en eins og staðan er, er útlit fyrir að fólk geti valið við hverja það verslar.