Málverkasýning og flóamarkaður í Kaupfélaginu

Á staðnum verður málverkasýning og hægt verður að kaupa könnur og fleira til styrktar Kaupfélaginu. Í gegnum árin hefur Snæbjörn viðað að sér ýmsum munum vegna minjasafns sem hann rak áður en nú langar hann og Kristjönu að deila því með öðrum og því verða fagrir hlutir til sölu þennan sunnudag. 

Allir hvattir til að mæta og skoða. Í Gallerý Ljósfang verður hægt að grípa vöfflu og með því og upplagt að kíkja í menningarferð í bæinn okkar.