Fara í efni

Menningardagar 2015- hefur þú hugmynd?

Menningardaganefnd Raufarhafnar auglýsir eftir hugmyndum fyrir menningardaga sem fara fram 26. september- 2. október næstkomandi. Þetta árið líkt og í fyrra verða menningardagar og hrútadagar saman og í fyrra var hátíðin í heild sú stærsta hingað til. Endilega takið þessa daga frá og það verður nóg um að vera, sagnanámskeið, skrínukostur og fleira. Ef þið hafið hugmyndir þá getið sent póst á silja@atthing.is eða haft samband í síma 8661775.