Norðurþing selur Hótel Norðurljós
09.02.2017
Sveitarfélagið Norðurþing fékk nýverið ráðgjafafyrirtækið Kontakt til að annast söluferli Hótels Norðurljósa á Raufarhöfn.
Fasteignin er á fallegum stað við höfnina alls um 1.450 fermetrar á 3 hæðum.
Hótelið er með 15 hótelherbergjum með baði, ásamt veitingasal, eldhúsi og íbúð. Neðsta hæð hússins er óinnréttuð.
Á síðasta fundi byggðarráðs Norðurþings lágu fyrir tvö tilboð í eignina.