Fara í efni

Ólöf Nordal í Forystusetri

Ólöf Nordal í Forystusetri

Myndlistarmaðurinn Ólöf Nordal  opnar myndlistarsýningu í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði, laugardaginn 6. júní nk.

Ólöf er þekkt fyrir höggmyndir sínar og myndverk, má þar nefna Geirfuglinn við Skerjafjörð, Þúfuna við gömlu höfnin í Reykjavík og altarisverkið Fuglar himins í Ísafjarðarkirkju.

Ólöf hefur áður unnið verk þar sem forystufé var uppspretta hugmynda.  Hún sýnir að þessu sinni videoverk og  ljósmyndir, en við undirbúning sýningarinnar heimsótti Ólöf fjárhús og forystufé bæði sunnan og norðan heiða.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar, sem verður kl.  kl. 16:00. Sýninging verður uppi í forystusetrinu í allt sumar eða til 31. ágúst. Setrið er opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00.

Á Fræðasetrinu er safnað saman á einn stað fróðleik um íslenska forystuféð og það gert aðgengilegt fyrir almenning og fræðimenn.

Vinsældir þessa litla gallerís lýsa sér best í því að  það er bókað undir myndlistarsýningar allt til ársins 2020.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Daníel Hansen 852-8899, forystusetur@forystusetur.is www.forystusetur.is