Fara í efni

Raufarhöfn og framtíðin- íbúafundur 16.2.2017

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin auglýsir íbúafund þann 16. febrúar klukkan 18:00 í Hnitbjörgum.
Á íbúafundinum verður farið yfir markmið verkefnisins og vinnu er þeim tengist. Einnig verða kynnt verkefni sem hlotið hafa styrk frá Raufarhöfn og framtíðinni.
Gert er ráð fyrir umræðum um stöðu mála og eru íbúar hvattir til að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri. Mikilvægt að íbúar viti hvernig staðan er og séu þátttakendur í ferlinu.
Súpuhlé verður gert klukkan 19:00 til að fólk fari hresst og nært inn í seinni hluta fundarins. Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar
Raufarhöfn og framtíðin - Brothættar byggðir