Fara í efni

Raufarhöfn og framtíðin- verkefnastjóri mættur til starfa

Raufarhöfn og framtíðin er verkefni sem sett var af stað fyrir rúmu ári en hefur legið í dvala undanfarna mánuði. Nú er búið að ráða verkefnastjóra sem heitir Silja Jóhannesdóttir og er hún með aðstöðu á skrifstofu Norðurþings og mun hún halda áfram að vinna að verkefninu.

Þessu verkefni er ætlað að efla atvinnu og byggðarlagið Raufarhöfn og nágrenni. Helstu verkefni sem búið er að ganga í er íbúaþing sem haldið var snemma árs 2014 og veita auknum byggðakvóta til bæjarins.
Næstu skref eru að vinna enn frekar úr niðurstöðum íbúaþings og setja markmið í uppbyggingu á þeim þáttum sem þar voru taldir til. S.s. ferðaþjónusta, SR lóð og internet svo eitthvað sé nefnt. Í haust mun svo verða haldin annar íbúafundur þar sem þetta verður kynnt og íbúar beðnir að taka þátt í áframhaldandi vinnu hvað verkefnin varðar.

Allir íbúar eru velkomnir í spjall hjá Silju og er hún við flesta virka daga á milli 9:00 og 16:00. Hún er áhugasöm að heyra um allt sem gæti nýst til uppbyggingar á svæðinu.