Reiðhjólaleiga við íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn

Reiðhjólaleiga á Raufarhöfn.
Reiðhjólaleiga á Raufarhöfn.

Er ekki tilvalið að taka sér dagsferð um Melrakkasléttu og skoða meðal annars nyrsta tanga landsins Hraunhafnartanga.

Rauðinúpur er mikil náttúruperla.

Síðast og ekki síst er það fuglalífið sem Melrakkaslétta er annáluð fyrir. Þetta er einungis smá brot af því sem hægt er að skoða. Höfum opnað reiðhjólaleigu á Raufarhöfn, við íþróttamiðstöðina. Hjólin eru fjallahjól, Trek Marlin 5, 29 tommu með framdempurum og fást í tveimur stellstærðum annarsvegar 17.5 tommu og 19,5 tommu. Hjálmur fylgir með hverju hjóli. Erum með 6 stk.

Verð: 4 klst. 4,900 kr. á hvert hjól 24 klst. 6,900 kr á hvert hjól. Leiga í 48 klst. 4,900 kr. hvorn dag á hjól.

Getum tekið að okkur að skipuleggja ferðir fyrir minni og stærri hópa um Nágrenni Raufarhafnar. Einnig tökum við að okkur viðgerðir á reiðhjólum. Upplýsingar í síma Gísli 895-0654, Angela 895154.