Saltfisknámskeið heppnaðist vel

Nemendur voru hressir og stemmningin í alla staði létt. Eldaðir voru fjórir gómsætir réttir sem voru hver öðrum betri; rósmarínsaltfiskur, pestósaltfiskur, chilisaltfiskur og beikonsaltfiskur. Virkilega skemmtileg og girnileg kvöldstund á Raufarhöfn sem endaði síðan á einni allsherjar saltfiskveislu.

Hér er hægt að finna myndir frá námskeiðinu.