Fara í efni

Skiltin komin upp!

• Kottjörnin- snýr að tjörninni
Kottjörnin hefur í gegnum árin verið vinsæll leikvöllur ungra Raufarhafnarbúa, á sumrin voru
smíðaðir flekar og siglt um, en á veturna voru skautarnir teknir fram.
Þorgeir á Hjaltabakka átti lítinn gamlan vörubíl sem var stundum ekið út á svellið þegar
rökkva tók og ísinn var orðinn nægilega þykkur. Var útbúinn ljóskastari á staur á palli bílsins
og grammafónn sem var í bílnum þaninn eins og tæknin leyfði í þá daga til að fólk hefði
tónlist á svellinu

• Hjaltabakki- snýr að tjörninni
Hjaltabakki var byggður árið 1939 og hófu þau búskap þar hjónin Hjalti Friðgeirsson og
Þórhildur Kristinsdóttir árið 1942. Áttu þau hjónin ellefu börn. Á Hjaltabakka voru einnig
skepnur s.s. eins og kindur, kýr og hænur. Árið 1992 var Hjaltibakki brenndur.
Hjalti lagði mikla unun við kveðskap og samdi meðal annars þessa vísu um farfuglana á
förum:
Þrösturinn fer og þreytir flug,
þakkar kynninguna.
Kveður nú með heilum hug
og heiðrar minninguna

• Fuglarnir- út á sjóinn
Við tjörnina má búast við að sjá allt að 20 tegundir fugla. Skúfönd er einkennisfugl
Kottjarnarinnar frá árunum upp úr 1980. Óðinshaninn er áberandi og hringsnýst oft á tíðum
líkt og hann eltist við stélið á sér. Kríur verpa í hólmanum í Kottjörn og er oft líf og fjör í og yfir
hólmanum meðan fuglarnir eru að mata unga sína og eins þegar hrafninn kemur við í eggja
eða ungaleit en hann þarf jú að fæða ungana sína eins og aðrir.

• Gróðurinn- fjórða hliðin
Í ásunum vaxa margar fallegar plöntur eins og blágresi, hin átta krónublaða, hvíta holtasóley og
maríustakkur. Geldingahnappur og vetrarblóm lita holtin fagurbleik á vorin. Við ströndina
Many attractive plants grow on ridges and hollocks such as the wood crane´s bill (Geranium sylva
ticuum), the mountain avens (Dryas octopetala)
with its eight white petals and the common lady´smantle (Alchemilla valgaris). In springtime the
pink thrift (Armeria maritima) and purple saxifrage (Saxifraga oppositifolia) add lively coulour til h
ills and heaths.
Annað skiltið- Við Breiðablik

• Breiðablik- snýr að Breiðabliki
Breiðablik var byggt árið 1955 af Geir Ágústssyni sem íbúðarhús og trésmíðaverkstæði. Geir
var stórtækur smiður sem smíðaði fjöldann allan af húsum á Raufarhöfn. Breiðablik var á
tímabili verustaður síldarstúlkna og síðar hýsti húsið hreppsskrifstofuna.
Árið 2014 tóku svo eldri borgarar Breiðablik að sér og í samvinnu við sveitarfélagið gera upp
húsið. Eldri borgarar sáu um vinnuna á meðan sveitarfélagið veitir efni.

• Hnitbjörg- snýr að Breiðabliki
Áður fyrr voru félagsheimili í hverju samfélagi og var til sjóður sem hét Félagsheimilasjóður
sem styrkti byggingu þeirra. Bygging Hnitbjarga byrjaði á haustmánuðum árið 1964 og var
vígt 25. ágúst 1967. Hnitbjörg var afar vinsæl og þar var dansað, horft á bíó, farið í leikfimi,
horft á leiksýningar og á einum tíma var lögreglan meira að segja þar til húsa.
Vígsla félagsheimilisins Hnitbjarga- fyrsta erindi. Fimm önnur má finna á vefsíðu.
Við erum mætt á nýjum stað og stundu
Einn stærsta viðburð hér á norðurþröm
Samtök fólksins þeirri hugsjón hrundu
Með heiðri fram, en eigi brotalöm
Hjalti Friðgeirsson

• Hverfastríð á Raufarhöfn- snýr niður að sjó
Blóðug stríð voru háð á Raufarhöfn á milli tveggja hverfa- Holtara og Sandara. Holtarar
bjuggu fyrir framan Kaupfélagið sem stendur niður við sjó (sjá mynd) og Sandarar bjuggu upp
í nýja hverfi. Þó voru þessi mörk eitthvað óljós því í einu húsi bjuggu bræður og var annar
Holtari en hinn Sandari. Engan sakaði að ráði í þessum stríðum þó að stundum hafi fólk verið
tekið til fanga.

• Lýsistankar í byggingu – í átt að stjórnsýsluhúsinu. Horft á ská á tankana.
Lýsistankur SR 40 í byggingu. Lýsistankarnir gegndu veigamiklu hlutverki á Síldarárunum og
eru stór minnisvarði um þá tíma. Í dag er hægt að skríða inn í þá og njóta hljóðburðarins þar
inni. Ljósm.: Sveinn Nikulásson.
Þriðja skiltið- Við hótelið

• Óskarsstöðin- var hent upp út af því að búðin brann/ síldarárin- Snýr í átt að
Óskarsstöðinni
Óskarsstöðin byrjar starfsemi 1950 og var ein af 11 söltunarstöðvum þegar mest lét.
Fyrirtækið var í eigu þeirra feðga Óskars Halldórssonar og Ólafs sonar hans og hafði
einkennisstafina ZZ.
Óskarsstöðin. Á stafni söltunarhússins má sjá ZZ- einkennismerki fyrirtækisins. Í hægra horni
niðri má sjá eina af „síldarstúlkunum“ að störfum. Ljósm.: Úr myndasafni Jónasar
Hreinssonar.

• Gamli skólinn- snýr upp í brekku
Talið er að Gamli Barnaskólinn hafi verið byggður á árunum 1935-1936. Oft var erfitt fyrir
börnin að komast í skólann í norðanáttinni og þurftu að hafa sig öll við til að berjast við
storminn. Gamla skólahúsið er í dag??? Og sjá má í hlíðinni.
Hópurskóla barna á leið í ferðalag 1952. Ljósm.: Úr myndasafni
Jónasar Hreinssonar.

• Kirkjan- snýr í átt að Kirkjunni
Raufarhafnarkirkja var vígð nýársdag 1929. Óljóst var hvort að Kirkjan héldi velli þegar
síldarsöltun var upp á sitt besta en varla var þverfótað fyrir síldartunnum og fór að horfa í að
færa þurfti kirkjuna. Gekk það svo langt að prestur strunsaði á fund biskups til að tekið yrði
á yfirgangi síldarsaltenda.

• Susanne Reith- snýr að sjónum
Hollenska vöruflutningaskipið Susanna Reith, á annað þúsund lestir að stærð strandaði á
svonefndri Kotflúð 11. des 1964. Ætlaði skipstjórinn að sigla inn í höfnina án hafnsögumanns
og mun hann þá hafa siglt af réttri leið og lent á Kotflúðinni. Skipið var tekið í sundur og tengt
saman aftur, við samtenginguna var það stytt um níu metra. Susanna Reight var siglt til
Reykjavíkur í júlí 1965.