Fara í efni

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri ! Helgina 24. – 26. júní 2016


Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri ! Helgina 24. – 26. júní 2016

Föstudagur 24. júní: 
Kl. 19:00 Kjötsúpukvöld við Skólahúsið. 
Kl. 20:00 Sólstöðutónleikar Flygilvina í Skólahúsinu. Angurværð spilar.
Kl. 23:30 Sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar. Gengið verður á Rauðanúp á Melrakkasléttu. Lagt af stað frá Núpskötlu og tekur gangan upp u.þ.b. eina klst. Fararstjóri verður Kristbjörg Sigurðardóttir.

Laugardagur 25. júní: 
Kl. 10:00-18:00 Kjörfundur í Stóru – Mörk.
Kl. 11:00 Söguganga um Kópasker. Lagt af stað frá Skjálftasetrinu.
Kl. 13:00-15:00 Hestavagn á svæðinu til að fara í ferð um þorpið. Farið frá tjaldsvæðinu á Kópaskeri. 
Kl. 14:00-17:00 Fatasala Rauða krossins í Þingeyjarsýslum verður í Leikskólanum á Kópaskeri. Gengið inn að suðaustan. Einnig verður tekið á móti fötum.
Kl. 13:00-16:00 Skottsala við Skólahúsið á Kópaskeri. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og selja hluti úr skottinu á bílnum. 
Kl. 14:00-16:30 Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk. Posi á staðnum. 
Kl. 14:00-16:30 Handverkssýning eldri borgara í Stóru Mörk. 
Kl. 19:00-21:00 Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu verði. 
Kl. 22:00-03:00 Dansleikur í Pakkhúsinu með Hljómsveitinni Lúxus.

Sunnudagur 26. Júní: 
Kl. 11:00-12:00 Helgistund við Snartarstaðarkirkju. 
Kl. 13:00-14:00 Ganga með hunda út að Vita. Fararstjóri Inga Sigurðardóttir. 
Kl. 14:00 Kvenfélagsganga- Hin árlega kvenfélagsganga KSNÞ á vegum Kvenfélags Öxfirðinga. Gengið frá Gilsbakka "fjallabaksleið" norður í Leifsstaði, þar verður stutt stopp og svo gengið áfram niður í Klifshaga 2. Gönguleiðin er u.þ.b. sex km í fallegu umhverfi.

Alla dagana
Kl. 13:00-17:00 Opið á Byggðasafninu og Skjálftasetrinu. 
Kl. 11:00-17:00 "Nýr vinkill" heitir Braggasýning Ystar í ár sem byggir ma. á gömlum unnum ljósmyndum í innsetningu og gagnvirkni sýningargesta Sýningin stendur alla sólstöðuhelgina frá föstudegi 24. júní kl 11 fh. til 17.00 eh. alla dagana - lýkur á sunnudeginum 26. júní kl 17.00

Íbúar eru hvattir til að skreyta í sólstöðulitum, ýmislegt til í Skerjakollu.
Sólstöðuhátíðarnefnd