Fara í efni

Stjórnarfundur Íbúasamtaka Raufarhafnar.

Á stjórnarfundi Íbúasamtaka Raufarhafnar þann 10. nóvember var
eftirfarandi bókun gerð:

Íbúar Raufarhafnar hafa miklar áhyggjur varðandi breytingar á tilhögun sjúkraflutninga.

Fólk óttast um öryggi sitt og telur verulega vegið að lífsgæðum sínum.

Stjórn Íbúasamtaka Raufarhafnar fer fram á að yfirmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fundi með íbúum Raufarhafnar hið fyrsta og

heyri sjónarmið þeirra.

Einnig væri æskilegt að sveitarsjórnarfólk sæti þann fund.


Með von um skjót viðbrögð,

F.h. Íbúasamtaka Raufarhafnar
Birna Björnsdóttir
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir