Fara í efni

Störf í sundlaugum Norðurþings

Upplýsinga varðandi störfin má sjá á heimasíðu Norðurþings. Einnig er hægt að sjá þær í Skeglunni.

 

Sundlaugin á Húsavík

Sundlaug Húsavíkur auglýsir eftir 2 kvenkyns starfskröftum eldri en 18. ára

 1. Kvenmanni í sumarafleysingar og /eða heilsársstarf frá 24. maí.
  Vinnutími frá 06:45 – 14:00 aðra hverja viku og hina vikuna frá 14:00 – 21:30 og þriðju hverja helgi.

     2. Kvenmann í sumarafleysingu frá 8 júlí til 12. ágúst. Vinnutími frá 06:45 – 14:00 aðra hverja viku og hina vikuna frá 
         14:00 – 21:30 og þriðju hverja helgi.

Nánari upplýsingar veitir Trausti Ólafsson í síma 669-8432


Sundlaugin í Lundi

Starfsfólk vantar í fullt starf og hlutastarf í sundlaugina í Lundi í sumar. Starfið felst m.a. í móttöku og vöktun gesta, afgreiðslustörfum og þrifum lóðar og laugar. Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur og þarf að standast hæfnipróf sundstaða.

Umsóknarfrestur er til 6. maí
Umsóknum skal skilað til Tómstundafulltrúa Norðurþings á netfangið kjartan@nordurthing.is


Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn

Óskað er eftir sumarstarfsmanni í Íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn frá 1. júní til og með 15. ágúst. 
Um er að ræða 80% starfshlutfall. Vinnutími er á milli 16 - 21 alla virka daga.
Umsækjendur þurfa að sækja námskeið í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Möguleiki er á heilsársstarfi

 

Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:

 • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
 • Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
 • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
 • Þrif
 • Afgreiðsla á tjaldsvæði

 

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð

 

Einnig er óskað eftir umsóknum í afleysingar við íþróttamiðstöðina.

Umsóknarfrestur er til 6. maí

Rafrænt umsóknareyðublað má nálgast inná nordurthing.is

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan Páll Þórarinsson tómstundafulltrúi Norðurþings
kjartan@nordurthing.is 
464-6100