Tríóið Húm- Sunnudaginn 10. júlí kl. 20:30

Spennandi tónlistarferðalag byggt á þjóðlagaarfi Norðurlandanna

Tríóið Húm skipa Ásta Soffía Þorgeirsdóttir (harmóníku), Eline Maria Refvem (söng) og Håkon Drevland (klassískt slagverk). Þau stunda öll bachelornám við Tónlistarháskólann í Ósló. Ásta Soffía er alin upp á Húsavík í Þingeyjarsýslu, Eline er frá Sandnes í vestur Noregi og Håkon er frá Mosjøen í norður Noregi.

Leikin verður þjóðlagatónlist frá Norðurlöndunum og um leið leitað inn á nýjar slóðir í þeirri tónlistarhefð.

Miðaverð er kr 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Ekki er hægt að taka við greiðslum með korti.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Húm í samstarfi við Flygilvini – tónlistarfélag við Öxarfjörð