Úr smiðju Jónasar Friðriks.
04.12.2014
Svartagalls stafaganga
Þú hélst að þessi vegur væri bestur
en verður nú að herða á stöfum grip.
Við girðinguna svartur hímir hestur
háskalega meinfýsinn á svip
og tuldrar um að tæpur gefist frestur
uns tæmist ævi þinnar lekahrip.
Þú varst og ert og verður aðeins gestur
í veröldinni. Komdu þér í skip.
J.F.G.