Fara í efni

Vel veiðist á Raufarhöfn.

Mikið hefur verið að gera við höfnina undanfarna daga.
Það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikið líf er á bryggjunni og hafnarvörður hafði nóg að gera þegar litið var inn í skúrinn til hans 11. september síðastliðin.  Hann var léttur í lund eins og honum  einum er lagið og býður gestum og gangandi yfirleitt uppá kaffidreitil. Þegar við komum þarna við var verið að ljúka við að landa  úr Þórsnesi SH 109 64 tonnum brúttó, Háey var með 6,8 tonn rúm og Kristinn  rúmlega 2,3 tonn (í net). Við þökkum hafnarverði fyrir góðar móttökur og fáum vonandi að kíkja við fljótlega aftur.