Vertu úlfur

Vertu Úlfur
Vertu Úlfur

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á fyrirlestur/uppistand með Héðni Unnsteinssyni, stefnumótunarsérfræðingi hjá forsætisráðuneytinu, sem kallast “Hvernig líður þér? Lífsorðin 14 og geðrækt”.

Héðinn er höfundur bókarinnar „Vertu úlfur – wargus esto“ sem hlotið hefur lofsamlegar móttökur gagnrýnenda og lesenda. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli á stöðu þeirra sem samfélagið álítur vera á jaðrinum. Í uppistandinu fer Héðinn yfir það sem hann lærði á mögnuðu ferðalagi sínu út á jaðarinn. „Ég hef lært að mataræði, svefn, hugleiðsla og hreyfing skipta miklu máli fyrir mig. Ef ég næ að vinna með það á réttan hátt er auðvelt fyrir mig að stjórna minni lífsorku og þá þarf ég ekki utanaðkomandi aðstoð. Ég hugleiði í tuttugu mínútur á hverjum morgni og næ þannig að hafa stjórn á hugsunum mínum. Ég þekki orðið hugsanaferlin og bý nú við það frelsi að geta valið við hverju ég bregst og hverju ekki. Þetta snýst líka um innri fullvissu og að vera ekki háður ytri viðurkenningu.“

Skráning fer fram í síma 464-5100 og á skráningarsíðu Þekkingarnets Þingeyinga og kostar 1000 kr. inn