Viðhaldslokun á Raufarhöfn frestað

Viðhaldslokun á Sundlaug Raufarhafnar sem átti að vera frá 15.júlí er frestað og mun loka mánudaginn 25.júlí. Dagsetning frá verktaka stóðst ekki og er það skýringin á seinkuninni. Áætlað er að lokað verði í um 10 daga og verður nánar tilkynnt um opnun á heimasíðu Norðurþings þegar að því kemur.