Fara í efni

Kynningarfundur um húsnæðismál

Sveitarfélagið Norðurþing boðar til kynningarfundar um forgangsröðun og áherslur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík. Fundurinn verður haldinn í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík fimmtudaginn 16. júní kl 16:30.

Á næstu árum er gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík samhliða auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu. Til að tryggja farsæla uppbyggingingu fékk Norðurþing ráðgjafastofuna Alta til liðs við sig til að vinna greiningu á núverandi stöðu á húsnæðismarkaði, setja fram spár um íbúaþróun á næstu árum og leggja mat á hvaða stærðir, íbúðaform og byggingarsvæði henta best á Húsavík til framtíðar. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt á fundinum og í framhaldinu boðið upp á fyrirspurnir og umræður um málið.

Íbúar Húsavíkur og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að koma, taka þátt í umræðum og kynna sér framtíðarskipan húsnæðismála á Húsavík. Á staðnum verða fulltrúar Norðurþings og ráðgjafafyrirtækisins Alta til að svara þeim spurningum sem upp kunna að koma. Heitt á könnunni og meðlæti.