Fara í efni

Skíðaveturinn

Opið var á tímabilinu frá 17.febrúar - 31. mars, alls 23 dagar. 1593 gestir mættu þessa daga og renndu sér í Melnum. Skíðagöngubrautir hafa einnig verið troðnar frá því í janúar ýmist uppá Reykjaheiði eða á Túninu hjá FSH. Vert er að minnast á vel heppnaða Orkugöngu sem fór fram 9.apríl síðastliðin og var haldinn af skíðagönguáhugamönnum á Húsavík.
Sveitarfélagið ætlar sér að troða helgarbrautir út aprílmánuð og má sjá upplýsingar um troðin spor hér.