Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 180

Málsnúmer 1606009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 59. fundur - 21.06.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 180. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO":Óli, Soffía og Örlygur.

Eftirfarandi bókun var lögð fram

"Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við tilnefningu Vatnajökulsþjóðsgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Sveitarstjórn leggur í því samhengi mikla áherslu á að nýtt verði þau tækifæri sem af þessu hljótast til að stuðla að bættu aðgengi ferðafólks og gesta að öllum þjóðgarðinum. Þannig verði Jökulsá á Fjöllum, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi skilgreind sem hluti þeirrar heildarmyndar sem óskað verði tilnefningar á heimsminjaskrá UNESCO. Jafnframt verði þess gætt að tilnefningunni fylgi viðunandi uppbygging innviða á svæðinu til að taka á móti auknum fjölda ferðafólks þ.m.t. Dettifossvegur (862)."

Fundargerðin er lögð fram.