Fara í efni

Málefni fatlaðra

Málsnúmer 200709183

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 1. fundur - 09.03.2016

Lög um málefni fatlaðra 59/1992 22.gr
Fyrir fundinum liggur erindi frá fjölskyldu sem nýtir sér skammtímavistun að bætt verði við einni helgi í mánuði þannig að ekki verði fleiri en 3 einstaklingar í einu svo allir hafi
sitt herbergi
Samkvæmt 22. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 þá skulu foreldrar eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín þegar þörf krefur. Á Húsavík er starfrækt skammtímavistun eina helgi í mánuði. Í húsnæðinu sem skammtímavistunin er rekin í eru 3 svefnherbergi. Lengst af hafa 3 einstaklingar nýtt þjónustuna en á haustmánuðum bættist fjórði einstaklingurinn við. Í skammtímavistuninni eru 2 drengir og 2 stúlkur.
Reynt er að þjónusta þær fjölskyldur sem þurfa á þessu úrræði að halda og þar sem við erum í litlu samfélagi verðum við að reyna að samnýta það sem við getum samnýtt.
Ekki er gert ráð fyrir auknu fjármagni í skammtímavistun árið 2016 því hafnar nefndin erindinu.

Félagsmálanefnd - 4. fundur - 09.06.2016

Fyrir fundinum liggur erindi varðandi málefni fatlaðra.

Niðurstaða máls samkvæmt ákvörðun fundar

Félagsmálanefnd - 13. fundur - 29.05.2017

Ósk um greiðsluþátttöku Norðurþings við sjúkraþjálfun.
Erindinu er hafnað með vísan til þess að það er ekki í verkahring sveitarfélaga að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu.