Flugfélagið Ernir ehf., ósk um samstarf um reksturHúsavíkurflugvallar
Málsnúmer 201211092
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Flugfélaginu Erni ehf. um samstarf um rekstur Húsavíkurflugvallar. Flugfélagið Ernir og Isavia eru að vinna að samkomulagi um að flugvöllurinn verði opinn næstu 12 mánuði hið minnsta. Er þetta samvinnuverkefni byggt á því að viðhalda þessari flugleið og þannig tryggja hag allra aðila. Flugfélagið hefur aukið ferðir sínar í 10 flug á viku.Bæjarráð þakkar flugfélaginu fyrir erindið. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni flugfélagsins en telur mikilvægt að allir samningar við aðila máls þ.m.t. ríkisvaldið gangi eftir. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram og boða fulltrúa félagsins á fund bæjarráðs.
Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012
Á fund bæjarráðs mætti sölu og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis, Ásgeir Þorsteinsson til að fara yfir og kynna samningaviðræður milli aðila.Bæjarráð þakka Ásgeiri fyrir kynninguna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi til 12 mánaða við Flugfélagið Ernir. Friðrik og Trausti óska bókað.Það er sorgleg staðreynd að Ísavía sem er rekstraraðli flugvalla í eigu ríkisins skuli ekki tryggja að flugvöllurinn í Aðaldal sé opin allt árið um kring.
Bæjarráð Norðurþings - 65. fundur - 10.01.2013
Fyrir bæjarráði liggur samstarfssamningur um rekstur Húsavíkurflugvallar þar sem fram kemur að sveitarfélagið samþykkir að aðstoða Flugfélagið Erni með rekstur Húsavíkurflugvallar og leggja andvirði hálfs stöðugildis eða 230.000.- krónur á mánuði í 12 mánuði. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning um rekstur Húsavíkurflugvallar.