Skíðamannvirki við Húsavík
Málsnúmer 201405034
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014
Óskað hefur verið eftir því við RARIK að kannaður verði ávinningur af því að leggja jarðstreng meðfram veglagningu upp að Höfuðreiðarmúla vegna endurnýjunar á Laxá/Kópaskerslínu að aðveitustöð á Húsavík. Skoðaðir hafa verið möguleikar á því að koma upp skíðamannvirkjum í Reyðarárbotnum/Höskuldsvatnshnjúkum ofan Húsavíkur og myndi slíkur jarðstrengur þjóna hugsanlegum mannvirkjum á þessu svæði. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kanna möguleikann á því að flytja skíðamannvirkin við Húsavík upp að Reyðarárhnjúk.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015
Forsvarsmenn skíðagöngudeildar Völsungs komu á fund Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og formanns tómstunda- og æskulýðsnefndar. Þar gerðu þeir grein fyrir sínum hugmyndum varðandi fyrirkomulag skíðagöngu í sveitarfélaginu og báru upp spurningar varðandi starfið í vetur.
Lagt fram til kynningar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015
Til umfjöllunar er erindi frá Neyðarlínunni. Neyðarlínan hyggst koma upp fjarskiptamastri við Höskuldsvantshnjúk þar sem framtíðar skíðasvæði og útivistarsvæði Norðurþings er fyrirhugað skv aðalskipulagi. Til þess að koma upp mastrinu þarf að leggja raflögn frá Húsavík. Norðurþingi er boðin aðkoma að framkvæmdinni og verður þá lagt rafmagn þar sem fyrirhuguð skíðamannvirki/aðstaða mun rísa.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar drifkrafti neyðarlínunnar. Nefndin leggur ríka áherslu á að verkefnið í heild sinni verði að veruleika, en fyrsta skrefið í því er að koma rafmagni á svæðið. Rafmagn er forsenda þess að hægt sé að hefja uppbyggingu á svæðinu.
Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari umræðna.
Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari umræðna.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47. fundur - 13.01.2016
Til umfjöllunar eru skíðamannvirki á Húsavík. Ákveða þarf fyrirkomulag á troðslu á göngubrautum og opnun í Skálamel. Einnig er vert að huga að framtíðarsýn með skíðalyftu í Reiðarárhnjúk.
Miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag á skíðamannvirkjum má reikna með að fjármagn klárist í mars/apríl líkt og árið 2015. Æskilegt er að ræða rekstarfyrirkomulag skíðamannvirkja í heild sinni.
Miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag á skíðamannvirkjum má reikna með að fjármagn klárist í mars/apríl líkt og árið 2015. Æskilegt er að ræða rekstarfyrirkomulag skíðamannvirkja í heild sinni.
Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar því til framkvæmda og hafnanefndar að kanna kostnað og kosti þess að flytja skíðalyftur úr Skálamel eða Stöllum uppí Reyðarárhnjúka.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með forsvarsmönnum skíðagöngudeildar Völsungs um fyrirkomulag snjótroðslu með sem besta nýtingu fjármuna að leiðarljósi.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með forsvarsmönnum skíðagöngudeildar Völsungs um fyrirkomulag snjótroðslu með sem besta nýtingu fjármuna að leiðarljósi.