Fara í efni

Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

Málsnúmer 201406091

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Hjálmar Bogi leggur til að: Gera bílastæðið sem liggur norður/suður vestan Stjórnsýsluhússins á Húsavík að svæði fyrir hópferðabíla til að hleypa út og taka upp farþega og merkja sem slíkt. Merkingar með vísan á bílastæði verði bætt. Jafnframt verði bílastæði að sunnanverðu og ofan Verbúðum lokað og tyrft yfir tímabilið 1. júní til 1. september ár hvert. Skilin verði þó eftir þrjú bílastæði sem verða merkt með hámarksstöðutíma 15 mínútur. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir ofangreinda tillögu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Áður tekið fyrir á 42. fundi þann 2. júlí sl. Farið yfir útfærslu tillögunnar sem þá var samþykkt. Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir því við s&b nefnd að bílastæðið vestan við þjóðveg nr. 85 við Húsavíkurkirkju verði endurskipulagt.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014

Rætt um ráðstafanir sem þarf að gera fyrir næsta sumar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að tillögu að gerð skipulags á bílastæðum fyrir fólksbíla og hópferðabíla í og við miðbæjarsvæði Húsavíkur og leggja fyrir nefndina að nýju. Ræða þarf við alla hagsmunaaðila. Mikilvægt er að fram komi hvar "drop off" eða "stökk stæði" fyrir rútur skuli vera.

Framkvæmdanefnd - 3. fundur - 13.04.2016

Umræða um gjaldskyldu bílastæða í miðbæ Húsavíkur og við höfnina.
Skoðað var á sínum tíma hvort stofna ætti bílastæðasjóð.
Hugmynd hefur komið fram um að kanna hvort settar verða upp miðavélar sem fólk kaupir rétt til að leggja bílum eins og í Reykjavík og víðar. Margir ferðaþjónustuaðilar eru að taka þetta upp.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að heildstæðri stefnu í bílastæðamálum og kanna hvaða leiðir kynnu að vera mögulegar.