Fara í efni

Skólaakstur 2016 - 2017

Málsnúmer 201602030

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 2. fundur - 13.04.2016

Fyrir nefndinni liggur að við lok þessa skólaárs renna út samningar um akstur nemenda frá Reistarnesi annars vegar og um akstur nemenda frá Ærlækjarseli, Leifsstöðum, Sandfelli og Sandfellshaga hins vegar. Ekki verða nemendur á Leifsstöðum og í Sandfelli á næsta skólaári en gera má ráð fyrir að tveimur nemendum þurfi að aka frá Birkifelli aðra hvora viku.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir breytingum á akstri á leið eitt á þann veg að leiðin hefjist á Reistarnesi í stað Kópaskers eins og heimilt er samkvæmt samningi. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa einnig að ganga til samninga við Bernharð Grímsson um akstur nemenda frá Ærlækjarseli, Sandfellshaga og Birkifelli.