Fara í efni

Neyðarlínan sækir um að setja niður hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk

Málsnúmer 201603104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 2. fundur - 12.04.2016

Neyðarlínan sækir um leyfi til að setja niður þrjá 12 m háa timburstaura og lítið hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk. Meðfylgjandi erindi er hnitsett mynd af 2.500 m² lóð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja innan lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Neyðarlínunni verði veitt lóð undir mannvirkin skv. framlagðri mynd og heimilaðar framkvæmdir til samræmis við erindið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.

"Neyðarlínan sækir um leyfi til að setja niður þrjá 12 m háa timburstaura og lítið hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk. Meðfylgjandi erindi er hnitsett mynd af 2.500 m² lóð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja innan lóðarinnar
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Neyðarlínunni verði veitt lóð undir mannvirkin skv. framlagðri mynd og heimilaðar framkvæmdir til samræmis við erindið."
Tillagan er samþykkt samhljóða.