Fara í efni

Samþykktir um hverfisráð Norðurþings

Málsnúmer 201603112

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir hverfisráð í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 173. fundur - 19.04.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir hverfisráð Norðurþings
Val í hverfisráð Norðurþings:
Auglýst verði á heimasíðu Norðurþings og í staðarmiðlum í sveitarfélaginu eftir framboðum og tilnefningum í hvert og eitt hverfisráða Norðurþings. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð verði allir einstaklingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstaklega verði leitað til íbúasamtaka, þar sem slík starfa innan Norðurþings, og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir. Tekið verði fram í auglýsingum að við val á fulltrúum í hverfisráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegli samfélagið.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu til framkvæmdar þannig að tilnefningar og framboð í hverfisráð geti legið fyrir þannig að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun samkvæmt gildandi samþykktum á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 173. fundi byggðaráðs Norðurþings:

"Val í hverfisráð Norðurþings:
Auglýst verði á heimasíðu Norðurþings og í staðarmiðlum í sveitarfélaginu eftir framboðum og tilnefningum í hvert og eitt hverfisráða Norðurþings. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð verði allir einstaklingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstaklega verði leitað til íbúasamtaka, þar sem slík starfa innan Norðurþings, og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir. Tekið verði fram í auglýsingum að við val á fulltrúum í hverfisráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegli samfélagið.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu til framkvæmdar þannig að tilnefningar og framboð í hverfisráð geti legið fyrir þannig að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun samkvæmt gildandi samþykktum á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Óli, Gunnlaugur, Sif, Kjartan, Soffía, Örlygur, Jónas og Olga.

Gunnlaugur leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi framlagðs ársreiknings fyrir árið 2015 og hækkunar launa og launatengdra gjalda legg ég til að ekki verði skipað í hverfisráð fyrr en að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum."

Tillaga fundarins er samþykkt með eftirfarandi atkvæðum:

Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson.

Tillaga Gunnlaugs er felld með eftirfarandi atkvæðum:


Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson