Fara í efni

Lögreglusamþykkt Norðurþings 2016

Málsnúmer 201603113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð leggurt til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lögreglusamþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi bókun frá 170. fundi byggðarráðs.

"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lögreglusamþykkt."

Til máls tóku: Kristján og Óli.

Samþykkt samhljóða að vísa framlagðri lögreglusamþykkt til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur lögreglusamþykkt Norðurþings til síðari umræðu.
Til máls tóku: Sif, Hjálmar, Kristján, Kjartan, Óli og Erna.

Sif lagði fram fram breytingartillögu við 9. grein samþykktarinnar og lagði til að síðasta setning 9. greinar yrði felld út.

Lögreglusamþykktin er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 224. fundur - 24.08.2017

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögn og afstöðu Norðurþings til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um lögreglusamþykkt fyrir Norðurþing.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka tillit til umsagnarinnar og leggja drögin fyrir að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 240. fundur - 26.01.2018

Fyrir byggðarráði liggur lögreglusamþykkt fyrir Norðurþing eftir að tekið var tillit til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð vísar lögreglusamþykktinni til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Á 240. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar lögreglusamþykktinni til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.