Fara í efni

Hreyfivika 2016

Málsnúmer 201604119

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 2. fundur - 10.05.2016

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljón fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Hreyfivika UMFÍ verður haldin 23-29 maí næstkomandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur verkefninu fagnandi.
Norðurþing hyggst leggja sitt af mörkum með því að setja upp dagskrá fyrir Hreyfivikuna sem verður auglýst þegar nær dregur.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við fjárhagsáætlun 2016.