Fara í efni

Erindi umboðsmanns barna til félags- og húsnæðismálaráðherra um talsmann i barnaverndarmálum

Málsnúmer 201605072

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 4. fundur - 09.06.2016

Bréf dagsett 3.5.2016 frá Barnaverndarstofu og Umboðsmanni barna er lagt fram til kynningar. Þar brýnir Barnaverndarstofa fyrir barnaverndarnefndum að taka sig á varðandi mat á því hvort skipa eigi börnum talsmenn við vinnslu barnaverndarmála.

Á vikulegum samráðsfundum starfsmanna barnaverndarnefndar Þingeyinga þar sem ákvarðanatökur í barnaverndarmálum fara fram er lagt mat á það í hverju máli fyrir sig hvort ástæða sé til þess að skipa barni talsmann og bókun gerð með rökstuðningi þar um.