Fara í efni

Flutningskerfi raforku á norðausturhorninu

Málsnúmer 201606010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 178. fundur - 02.06.2016

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Atvinnurþróunarfélagi Þingeyinga þar sem vakin er athygli á að Landsnet sé að kynna matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar 2016-2025. Sveitarstjórnir eru hvattar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum, meðal annars um hvar flutningskerfi raforku á norðausturhorninu er skilgreint.
Byggðarráð lýsir áhyggjum af ófullnægjandi flutningsgetu og afhendingaröryggi flutningskerfis raforku á norðausturhorninu. Mikilvægt að kerfisáætlun 2016-2025 innifeli úrbætur á flutningskerfinu um allt norðausturhornið, allt til Vopnafjarðar.