Fara í efni

Forsetakosningar 2016

Málsnúmer 201606029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 179. fundur - 09.06.2016

Forsetakosningar í Norðurþingi

Yfirkjörstjórn Norðurþings og stjórnir kjördeilda vinna nú að undirbúningi forsetakosninga sem
fram fara 25. júní 2016. Undirbúningur er hefðbundinn og er í góðu samstarfi við starfsmenn
sveitarfélagsins sem sinna þessum málaflokki og Innanríkisráðneytið sem annast framkvæmd
kosninganna.

Í Norðurþingi verða opnar fimm kjördeildir á kjördag 25. júní 2016:
-Kjörstaður Húsavík, Borgarhólsskóli, Kjördeild I og II. Kjörfundur opinn 10:00-22:00.
-Kjörstaður Kelduhverfi, Skúlagarður, Kjördeild III. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.
-Kjörstaður Kópaskeri, Stóru - Mörk (dagvist aldraðra), Kjördeild IV. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.
-Kjörstaður Raufarhöfn, Ráðhúsinu (skrifstofu Norðurþings), Kjördeild V. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.

Samvinna er milli Sýslumannsins á N.-eystra og Skrifstofu Norðurþings um opnun atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar á skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
á Húsavík er að venju á Sýsluskrifstofunni Húsavík.
Byggðaráð Norðurþing samþykkir framangreinda tilhögun.