Fara í efni

Jón Helgi Vigfússon óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar út úr landi Laxamýrar 2

Málsnúmer 201606058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 4. fundur - 14.06.2016

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir smáhýsi til ferðaþjónustu. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd og skriflegt samþykki meðeigenda á jörðinni.
Skv. ákvæðum Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm litla gistiskála á lögbýli. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarsjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 59. fundur - 21.06.2016

Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skv. ákvæðum aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm litla gistiskála á lögbýli. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt."
Tillagan er samþykkt samhljóða.