Fara í efni

Framkvæmdaáætlun 2017

Málsnúmer 201606070

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Mörkun upphafs áætlanagerðar fyrir framkvæmdaárið 2017
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að útbúa verkefnalista yfir öll þau verkefni sem er vilji til að fara í.

Nefndarmenn sendi fulltrúanum lista yfir þau verkefni sem þeir vilja sjá á listanum.

Framkvæmdanefnd - 10. fundur - 16.11.2016

Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017.
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 er samþykkt.
Helstu áherslur áætlunarinnar liggja í gatnagerð á Höfða, Reykjaheiðarvegi, Suðurfjöru og Holtahverfi Húsavík.Nýr vegur er áætlaður að tjald- og íþróttasvæði á Húsavík sem og undirbúningur framkvæmda á Öskjureit. Á áætlun er nýtt athafnasvæði barna og unglinga ásamt rennibraut í sundlaug Húsavíkur. Farið verður í aðgerðir til bætts aðgengis gangandi vegfarenda í sveitarfélaginu og uppbyggingu almenningssalerna á Húsavík.

Hjálmar Bogi er ekki samþykkur áætluninni.

Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017

Farið yfir uppfærða fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 með það að markmiði að koma aðkallandi verkefnum í framkvæmd sem fyrst.
Farið var yfir uppfærða framkvæmdaáætlun 2017.

Framkvæmdanefnd - 16. fundur - 27.04.2017

Til stóð að sveitarfélagið byggði upp salernisaðstöðu fyrir almenning á Húsavík.
Fyrir liggur að einkaaðilar munu koma upp salernisaðstöðu fyrir almenning á hafnarsvæðinu.
Framkvæmdanefnd fagnar framtakinu og sér ekki ástæðu til frekari aðkomu að þessu máli.