Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606124

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 5. fundur - 14.09.2016

Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Grunnskóla Raufarhafnar.
Skólastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.

Fræðslunefnd - 18. fundur - 13.09.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2017.
Skólastjóri gerir ráð fyrir í útgönguspá fyrir árið 2017 að launakostnaður fari um 3,5 milljónum fram úr áætlun. Kjarasamningur kennara var samþykktur eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt og er laus að nýju í nóvember á þessu ári. Einnig voru launahækkanir annarra starfsmanna umfram það sem áætlað var. Verið er að ganga frá ráðningu starsfmanns sem mun sinna gæslu nemenda í skólanum en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.