Fara í efni

Aðalsteinn Árni Baldursson fjallskilastjóri í landi Húsavíkur gerir athugasemd varðandi viðhald á bæjargirðingu við Húsavík

Málsnúmer 201609006

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 8. fundur - 14.09.2016

Aðalsteinn Árni vekur athygli á lélegu ástandi bæjargirðingarinnar í kringum Húsavík og slæmri umgengni verktaka sem þurfa að fara yfir girðinguna.
Viðhald girðingarinnar var ekki í nógu góðu lagi í sumar og er þar ýmsu um að kenna m.a. því að erfitt reyndist að fá einhvern til verksins. Þannig ástand er óviðunandi.
Framkvæmdanefnd leggur áherslu á að gert verði betur á næsta ári og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að lausn fyrir næsta sumar