Fara í efni

Óskað er eftir samþykki stofnun lóðar út frá Þverá og að það fái nafnið Langholt

Málsnúmer 201609097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 900 m² lóðar undir veiðihús úr landi Þverár. Lóðin fái heitið Langholt með tilvísun í fyrirliggjandi örnefni. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarmynd. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðhorf tveggja næstu nágranna sem ekki gera athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 60. fundur - 20.09.2016

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.