Fara í efni

Norðurþing plastpokalaust samfélag

Málsnúmer 201609312

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016

Borist hefur bréf frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, Sesselju Guðrúnu Sigurðardóttur, Þorkeli Björnssyni og Þorkeli L. Þórarinssyni þar sem skorað er á sveitarstjórn Norðurþings að gera sveitarfélagið að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017.
Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur bókun frá 9. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings.
Eftirfarandi var bókað:
"Borist hefur bréf frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, Sesselju Guðrúnu Sigurðardóttur, Þorkeli Björnssyni og Þorkeli L. Þórarinssyni þar sem skorað er á sveitarstjórn Norðurþings að gera sveitarfélagið að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Sif, Hjálmar og Erna.

Sveitarstjórn þakkar bréfriturum góðar ábendingar og samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar sem mun sjá um að skipa þriggja til fimm manna vinnuhóp sem vinna mun að verkefninu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 9. fundur - 15.11.2016

Með bréfi dags. 29. september s.l. skora nokkrir einstaklingar á sveitarstjórn Norðurþings að gera Norðurþing að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017. Á fundi sínum þann 18. október s.l. fjallaði sveitarstjórn um málið og vísaði því til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipaður verði þriggja manna starfshópur um verkefnið. Nefndin leggur til að hann verði skipaður Sif Jóhannesdóttur formanni skipulags- og umhverfisnefndar, Smára Lúðvíkssyni garðyrkjustjóra Norðurþings ,auk eins fulltrúa íbúa. Starfshópurinn kalli svo eftir þörfum til aðra hagsmunaaðila.