Fara í efni

Fráveitusamþykkt 2016

Málsnúmer 201610060

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016

Fyrir fundinum lliggja tvær tengdar tillögur.
Annars vegar að nýrri "Samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi"
Hins vegar um að Norðurþing gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ" nr. 671 frá 1. september 2003.



Tryggvi Jóhannsson fór yfir tillögu að fráveitusamþykkt.

Framkvæmdanefnd samþykkir samþykktina eins og hún kemur fyrir með áorðnum breytingum og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar.

Jafnaframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ".

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 9. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Tryggvi Jóhannsson fór yfir tillögu að fráveitusamþykkt. Framkvæmdanefnd samþykkir samþykktina eins og hún kemur fyrir með áorðnum breytingum og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ"."
Til máls tók: Hjálmar Bogi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrirliggjandi eru drög að fráveitusamþykkt fyrir Norðurþing.
Heilbrigðisnefnd mælist til að í samþykktina verði sett bann við notkun á sorpkvörnum, en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að samþykkja fráveitusamþykktina frá 2016 með áðurnefndum breytingum.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fráveitusamþykkt fyrir Norðurþing með áorðnum breytingum sem fela í sér bann við notkun soprkvarna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Á 25. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fráveitusamþykkt fyrir Norðurþing með áorðnum breytingum sem fela í sér bann við notkun sorpkvarna.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Fyrir liggur áður samþykkt fráveitusamþykkt Norðurþings með þeim athugasemdum sem gerðar voru við meðferð málsins hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort tekið verði tillit til allra þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið við samþykktina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum að undanskilinni 12. gr. þar sem breyta þarf tímamörkum í 2019/2020.

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum að undanskilinni 12. gr. þar sem breyta þarf tímamörkum í 2019/2020.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.